Quantcast
Channel: Bungalo » admin
Viewing all articles
Browse latest Browse all 11

Vinnuferðir í sumarbústað

$
0
0

Oft þegar verið er að vinna stór verkefni innan fyrirtækja eða unnið í hópefli getur verið gott að skipta um umhverfi til að fá ferska sýn og aukna sköpunargleði. Starfsfólk Búngaló gerði einmitt þetta í vikunni en við skelltum okkur í bústaðinn Hróarslæk sem er alveg tilvalinn fyrir vinnuferðir. Bústaðurinn getur tekið allt við allt að 14 manns í 6 svefniherbergi, með internettengingu og góðu borðstofuborði þar sem þægilegt er að vinna með fallegu útsýni.

Heitur pottur og grill

Þrátt fyrir langa tíma yfir tölum og tölvum í svona ferðum þá er einnig nauðsynlegt að slappa af inn á milli. Þegar veður er gott er hægt að leggjast út og látið sólina sleikja sig, einnig eru flestir sumarbústaðirnir með heitan pott svo hægt er að skella sér í sundfötin og slappa af í heitum pottinum þótt svo það sé stundum erfitt að hafa viljastyrkin til að yfirgefa pottinn til þess að fara aftur inn í vinnuna. Kvöldin eru svo nýtt til þess að grilla dýrindismat og er þá alltaf gott að velja öflugasta grillarann í hópnum til að verða grillmeistari ferðarinnar.


Hróarslækur

Bústaðurinn þar sem við Búngalóingar dvöldum í vinnuferðinni okkar hét Hróarslækur og hægt er að nálgast allar upplýsingar um þann bústað hér: Hróarslækur. Sá bústaður er stór og pláss mikill svo auðvelt er fyrir allt að 12 manna vinnuhópum að koma þangað og vinna með nokkuð þægilegu móti. Öll aðstaða var til fyrirmyndar og allt til staðar sem við þurftum á að halda til að eiga góða og öfluga vinnuferð.

The post Vinnuferðir í sumarbústað appeared first on Bungalo.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 11